Blindir

Áður en spilarar fá að sjá nokkur spil er mikilvægt að byggja upp pott. Þetta er til að koma veðmálum af stað og fyrirbyggja að spilarar haldi að sér höndum og bíða eftir ásapari á hendi áður en þeir hætta einhverjum af spilapeningum sínum í pottinn. Til eru tvær aðferðir til að koma þessu af stað, blindir og skildugreiðsla (ante).

Blindir (blinds)

Það eru tveir blindir við hvert borð. Sá spilari sem er til vinstri við gjafarann er svo kallaður litli blindur og spilarinn til vinstri við litla blind verður stóri blindur. Við nefnum þetta blinda þar sem um er að ræða skilduveðmál óháð hvaða spil þeir eru með enda ættu þeir ekki að hafa fengið nein spil í hendur.

  • Stóri blindur er oft 1/50 af upphafsstaflanum, sjá útreikninga neðst á síðunni.
  • Litli blindur er helmingur af stóra blindum.

Litli og stóri telja sem hluti af mögulegum veðmálum í þessari veðmálsumferð.

Dæmi:

  • Spilari A er litli blindur og leggur út 100kr.
  • Spilari B er stóri blindur og leggur út 200kr.
  • Spilari C hækkar í 400kr.
  • Allir pakka að blindunum.
  • Spilari A þarf að bæta við 300kr vilji hann vera með.
  • Spilari B þarf að leggja út 200kr vilji hann vera með.

Í cash game hækka blindir yfirleitt ekki.

Í mótum hækka upphæðirnar sem blindir þurfa að reiða af hendi reglulega. Til eru ýmsar útgáfur af því hversu oft og mikið upphæðirnar hækka. Stóri blindur byrjar yfirleitt sem 1/50 af upphafsstafla spilapeninga, þannig yrði litli blindur 10 kr. og stóri blindur 20 kr. þegar spilarar byrja með 1.000 kr. í spilapeningum.