Brennsluspil

Það síðasta sem gjafari gerir áður en hann leggur borðspil niður í borðið er að taka eitt spil frá og kallast það brennsluspil. Gjafari tekur brennsluspil frá fyrir fyrstu þrjú borðspilin (the flop), aftur fyrir fjórða borðspilið (the turn) og að lokum fyrir fimmta og síðasta borðspilið (the river).

Brennslupilin þrjú skulu vera hulinn öllum spilurum en sjái einn eitthvert brennsluspilanna skal gjafari sýna öllum spilurum við borðið spilið.

Brennsluspil eru til að minnka líkur á svindli.