Cash game

Cash game er töluvert frábrugðið pókermóti að mörgu leyti þar sem aðrar reglur gilda og spilarar beita ofast öðrum spilahætti í cash game en í mótum. Þannig spila spilarar gjarnan með óútreiknanlegri og sæknum hætti (loose-aggressive) í cash game.

  • Spilara ráða fyrir hve háa upphæð þeir kaupa sig inn fyrir. Yfirleitt er ákveðið lágmark.
  • Spilarar fá spilapeninga í samræmi innkaupsupphæð, þ.e.a.s. kaupi spilari sig inn fyrir 5000 kr. fær hann 5000 í spilapeningum.
  • Blindir breytast yfirleitt ekki.
  • Spilarar geta hætt hvenær sem er og fengið greitt í samræmi við staflann þá stundina.