Endurinnkaup

Þegar spilari er sleginn út úr móti og mega kaupa sig aftur inn í það kallast það endurinnkaup (rebuy).

Endurinnkaup eru leyfð einu sinni eða oftar yfir ákveðinn tíma, t.d. þrjár fyrstu blindraloturnar.

Stundum mega spilarar kaupa sig inn aftur ef þeir eru komnir niður fyrir ákveðna upphæð í spilapeningum.

Það getur verið leiðinlegt að sjá á eftir vini sínum snemma heim úr móti og því getur það aukið skemmtanagildið að leyfa endurinnkaup en hafa þarf í huga að mikill fjöldi þeirra hefur áhrif á lengd móta auk þess sem þörf er að fleiri spilapeningum.