Hálfblekking

Hálfblekking (semi-bluff) er þegar spilari er með lélega hönd, t.d. lágt par, eða bíður eftir spili til að bæta hönd sína, t.d. röð eða sort. Gagnvart mótspilurum sem hafa ekkert, lítur þetta út eins og blekking. Gagnvart mótspilurum sem eru með eitthvað, t.d. lágt par, lítur spilarinn út fyrir að vera sækinn (aggressive). Þetta er öflugt verkfæri sem gæti fært þér mjög sterka hönd hittir þú á þitt spil. Sem fyrr getur þetta einnig sprungið í andlitið á þér og þú tapað miklu.

Hálfblekkingar virka oft best við góðar blekkingaaðstæður vegna þess að góðir spilarar gruna oft þegar reynsluminni spilarar reyna að blekkja en eru grunlausir þegar þeir hitta á spilið sem myndar röð eða sort.

Andstætt hreinræktuðum blekkingum virka hálfblekkingar oft betur með fleiri spilara um pottinn þar sem slíkar aðstæður gefa oft betri potthlutfall.

Fyrir utan þessar aðstæður er mælt með að notast við hálfblekkingar þegar þú ert aftarlega í sætisröðinni, í fyrstu veðmálsumferðunum (á holuspilin eða 3 fyrstu borðspilin), þegar borðspilin eru í meðallagi (ekki hærri en ) og á móti slökum spilurum.

 

Lítum á tvö dæmi með tilliti til vinningslíka og potthlutfalls annars vegar og blekkingar hins vegar.

Dæmi 1

Þú ert með og það eru fimm aðrir spilarar um pottinn og allir hafa veðjað tvöföldum stóra blindum.

3 fyrstu borðspilin eru ahqs7h

Sætisstaða þín er við mitt borðið og þú ákveður að hálfblekkja. Hvers vegna? Vegna þess að þú hefur marga bjargvætta (outs) þar sem þú átt bæði möguleika á röð og hjartasort. Þegar þú hefur marga bjargvætta er ráðlagt að velta fyrir sér hvað væri best að fá.

Ef annað hjarta kemur í borð þarftu að hafa áhyggjur af hærri hjartasort. Hvað sortina varðar væri líklega best að fá þar sem hann er það spil sem mótspilarnir væru líklegastir að hafa á hendi. er hættulegt spil fyrir þig þar sem það gefur möguleika á fullu húsi sé annar spilari með , þú hefur hins vegar möguleika á hæstu mögulegu hjartaröð (royal flush). Því væri í raun best að fá , eða sem gæfi þér röð og bestu mögulegu hönd (the nuts) með þessi borðspil.

Til einföldunar skulum við gefa okkur að þitt mat er að röð eða sort næga til að vinna pottinn. Bjargvættirnir þínir eru 12 (hjörtun níu sem eftir eru í bunkanum og þrír kóngar, varaðu þig á að tvítelja ekki ), sem gefa þér rúmlega 25% vinningslíkur og það eitt og sér er nóg til að kalla, hækka eða jafnvel endurhækka (re-raise). Einnig væri möguleiki að athuga og hækka síðan (check-raise). Þó að eitthvert þeirra spila sem þig vantaði myndi ekki koma á fjórða borðspili (turn) væri réttlætanlegt að halda áfram að veðja og gefa í skyn að þú sért með ás en það fer eftir viðbrögðum og spilamynstri mótspilaranna.

 

Dæmi 2

Þú ert með og allir nema einn mótspilari pakka. Hann er snemma í sætisröðinni  og gerir á undan þér.

Fyrstu þrjú borðspilin eru 4h5std

Þar sem mótspilarinn er snemma í sætisröðinni er líklegt að hann sé með tvö háspil, t.d. . Þetta er dæmigerð uppstilling þar sem spilarar blekkja en það ætti mótspilarinn líka að vita og líklegt er að hann reyni að stela pottinum en þú ættir að hugsa um þetta sem meira en hreina blekkingu. Best væri að vinna pottinn hér og nú og forðast fleiri borðspil sem gefa mótspilaranum möguleika á að hitta á eða og vinna pottinn af þér.

Að öllu jöfnu þyrftir þú einungis að hafa áhyggjur af hærra holupari mótspilarans eða að hann sé með tíu. Ólíkt dæmi 1 þar sem veðjað var út frá líkum þarf að taka mið af mótspilaranum og reyna að meta hann rétt. Líklega væri best að vera sækinn (aggressive) en þú þarft fyrst og fremst að afla upplýsinga um höndina hans og ein besta leiðin til þess er að veðja og vonast eftir því að hann pakki eftir hækkun eða endurhækkun (re-raise) þína.

Eins og sjá má eru blekkingar og hálfblekkingar ekki eins einfaldar og margir halda. Þær byggja á miklu magni upplýsinga sem þarf að beita á réttum stöðum eigi blekkingin að vera líklegt til árangurs.

Fara efst á síðu