Hliðarpottur

Þegar spilari er allur inn, þ.e. leggur alla sína spilapeninga undir, og tveir eða fleiri aðrir spilarar eru ennþá með í pottinum og veðja hærri upphæð en sá sem er allur inn, þarf að búa til hliðarpott(side pot).

Dæmi:

  • Spilari A hækkar í 100.
  • Spilari B kallar.
  • Spilari C tilkynnir að hann sé allur inn og hækkar í 500.
  • Allir pakka nema spilarar A og B sem kalla og potturinn er kominn í 1500 sem er sú upphæð sem spilari C getur mögulega unnið.
  • Spilari A hækkar í 500.
  • Spilari B kalla og þá er hliðarpotturinn kominn í 1000 milli spilara A og B.

Verði spilari C með bestu höndina vinnur hann 1500. Þá geta spilarar A eða B unnið 1000 eftir því hvor er með betri hönd.

Verði spilari A eða B með bestu höndina vinnur sá hinn sami allan pottinn að upphæð 2500.