Potthlutfall

Potthlutfall(pot odds) er hluti af aðferð við að meta hvort skynsamlegt sé að veðja. Til að útreikningar á potthlutfalli nýtist spilara þarf hann einnig að reikna vinningslíkur.

  1. Vinningslíkur
  2. Potthlutfall
Aðeins ætti að kalla ef vinningslíkur eru hærri en potthlutfall!

Hafa skal í huga að þó við köllum þetta vinningslíkur er ekki öruggt að þú vinnir þó svo að þú hittir á spilið sem þig vantar.


Til er nokkuð einföld leið til að koma sér í námunda við raunlíkur á að fá hönd og vinna pottinn.

Dæmi:

Holuspil spilara A:

Qs7s

Fyrstu þrjú borðspilin (the flop) eru:

Ks2hAs

Spilari B veðjar 200 kr. í 400 kr. pott (=600 kr.). Hvað skal gera?

Vinningslíkur

Spilari A byrjar á að telja þau spil sem eftir eru í bunkanum sem hann þarf að fá til að ná höndinni. Í þessu tilfelli er sóst eftir spaðasort. Hann er með tvo spaða á hendi og tveir eru í borði = 4 spaðar, sem gera níu spaða eftir í bunkanum. Spilari A á þá 9 bjargvætti (outs).

Næst er að tvöfalda bjargvætti og bæta einum við útkomuna.

Tvöfalda bjargvætti: 2 x 9 = 18

Bæta einum við: 18 + 1 = 19

19% líkur á að þú hittir á spaðasort

Það eru 19% líkur og að spilari A fáir spaðann sem hann vantar í næsta spili (the turn). Þetta köllum við vinningslíkur. Sami útreikningur á við eftir 4. spil (the turn), nánar útskýrt neðar.

Sjá töflu yfir raunlíkur

Potthlutfall

Til að finna potthlutfall þarf einfaldlega að bera saman þá upphæð sem leggja þarf undir, við þá upphæð sem hægt er að vinna . Mikilvægt er að muna eftir að leggja sitt eigið veðmál  við vinningsupphæðina. Potturinn stendur í 600 kr. og spilari A þarft að leggja 200 kr. undir til að kalla (þá verður potturinn kominn í 800 kr.) sem gefur honum 25% potthlutfall.

Vinningslíkur: 19%

Pottlhlutfall: 25%

Aðeins ætti að kalla ef vinningslíkur eru hærri en potthlutfall!

Í þessu dæmi ætti spilari A  ekki að leggja meira undir en 19% af því sem hann getur unnið, m.ö.o. potthlutfallið ætti ekki að vera hærri en 19%. Það er það ekki í þessu dæmi og því væri réttast að pakka.

Ef þú fylgir þessari reglu ættir þú að koma út í plús til lengri tíma litið.

Hvers vegna reikna aðeins líkur á næsta spili þegar það eiga tvö eftir að koma?

Þetta er réttmæt spurning þar sem líkurnar á spaðasort í okkar dæmi eru vissulega 19% á hvort spil sem á eftir að koma sem gera 38% líkur (fáir þú að sjá bæði spilin). En þar sem við erum að bera saman vinningslíkur við potthlutfall verðum við að skoða hvort spil fyrir sig, m.ö.o. við erum að meta hversu líklegt er að hitta á hönd miðað við það veðmál sem við stöndum frammi fyrir hverju sinni. Við getum ekki vitað hvað gerist í næstu veðlotu og þurfum því að endurskoða málið þá.

Ef við höldum áfram með dæmið, gefum okkur að þú hafir kallað þrátt fyrir allt og fáum 4. borðspilið í borð.

Ks2hAs 5d

Spilari B leggur aftur 200 kr. undir og er nú potturinn kominn í 1.000 kr. og spilari A þarft að leggja 200 kr. undir til að kalla og eiga möguleika á að vinna 1.200 kr.

Vinningslíkur: 19%
Potthlutfall: 17%
 

Nú eru vinningslíkur orðnar hærri en potthlutfallið og því réttlætanlegt að kalla.

Tafla yfir raunlíkur

Fara efst á síðu