Upphafsstafli

Upphafsstafli er heildarupphæð spilapeninganna sem hver spilari byrjar með fyrir framan sig.

Þegar um mót er að ræða endurspeglar þessi stafli á engan hátt innkaupsupphæðina (buy in). Þannig getur spilari borgað 3.000 kr. inn á mót en fengið 15.000 í gildi spilapeninga.

Í cash game er hins vegar algengast að spilari fá spilapeninga sem samsvari þeirri upphæð sem hann greiðir, þ.e. greiði hann 5.000 kr. jafngildir stafli hans 5.000 í spilapeningum.