Value betting

Svokölluð value bet eru veðmál sem er ákaflega mikilvægt að ná góðum tökum á og af mörgum pókerspilurum eru þau einna miklvægasti þátturinn í póker ef það ætti að taka einhvern einn þátt út úr allri flóru pókertækninnnar.

Það kallast value bet þegar spilari telur sig hafa bestu höndina og veðjar þeirri upphæð sem hann telur mótspilarann reiðubúinn að leggja út miðað við sína hönd. Þetta þýðir auðvitað að spilari þarf að geta lagt mat á hönd mótspilarans með þó nokkurri vissu sem krefst mikillar reynslu og eftirtektarsemi.

Spilari getur í raun value bettað í annarri til fjórðu veðmálsumferðar eða allt frá því að fyrstu þrjú borðspilin (the flop) eru komin í borð þó svo að algengast sé að value betta í þriðju og fjórðu veðmálsumferð og aðallega í þeirri fjórðu.

Skoðum dæmi:

Spilað er 300/600 No Limit Holdem, þú ert með og hefur hnappinn. Tveir spilarar kalla stóra blindan (limp in) á undan þér og þú kallar einnig.

Fyrstu þrjú borðspilin (the flop) eru . Allir spilarar athuga (check) til þín og þú ákveður að veðja á miðjuparið þitt. Þú veðjar 2000 í pott sem er 2700. Stóri blindur pakkar ásamt næsta spilara en síðasti spilarinn ákveður að kalla.

Fjórða borðspilið (the turn) er og þið athugið (check) báðir. Fimmta og síðasta borðspilið (the river) er og mótspilari þinn athugar (checks). Hvað gerir þú í þessari stöðu?

Metum stöðuna fram að þessu. Það verður að teljast ólíklegt að mótspilarinn sé með drottningu þar sem hann hefði líklega veðjar eftir fimmta borðspil þar sem þú athugaðir (checked) eftir fjórða borðspilið. Hann gæti verið með kóng-gosa þar sem margir eru tilbúnir að kalla með slíka hönd fyrir borðspilin. Þú munt ekki ná meira af mótspilaranum ef hann er með ófullnægjandi röð (busted straight). Hann gæti verið með tíu og verra meðspil heldur en þú, t.d. eða eða eitthvað í þá áttina. Hann hefði þá kallað eftir þriðja borðspil og haldið að þú værir að stela pottinum.

Þú ættir að veðja en hversu miklu? Þú vilt að mótspilari þinn sé með tíu og verra meðspil. Þú sýndir svolítinn veikleika eftir fjórða borðspil og hann myndi örugglega kalla veðmál frá þér með þess konar hönd. Ef þú veðjar hins vegar of miklu mun hann líklega pakka, þannig að viðeigandi upphæð væri um hálfur potturinn. Í augum mótspilarans myndi það líta út fyrir að þú værir að stela pottinum en er í raun gott value bet.