Veðmál

Veðmál(bet) eða veðmálsaðgerðir eru fjórar.

  1. Hækka (raise)
  2. Kalla/jafna (call)
  3. Athuga (check)
  4. Pakka (fold)

Hækka

Að hækka merkir að spilari setur út upphæð í samræmi við þær veðmálstakmarkanir sem spilið leyfir. Yfirleitt er lágmarkshækkun í upphafi veðmálsumferðar jafnhá stóra blindum.

Ef annar spilari vill hækka ennfrekar má hann endurhækka (reraise), leyfi veðmálstakmarkanir það. Yfirleitt er lágmarksendurhækkun tvöföld upphæð síðustu hækkunar.

Dæmi: Spilari A hækkar um 100, þá er spilara B leyfilegt að endurhækka að lágmarki 200.

Kalla/jafna

Að kalla, stundum nefnt kall, merkir að spilari setur jafnháa upphæð og síðasta hækkun.

Dæmi: Spilari A hækkar um 100, spilari B kallar með því að veðja einnig 100.

Athuga

Spilari getur getur einungis athugað ef enginn annar spilari hefur hækkað á undan honum. Ef allir spilarar athuga kemur ný veðmálsumferð.

Pakka

Þegar spilari pakkar lætur hann gjafara hafa holuspilin sín og tekur ekki frekari þátt í við komandi potti.