Viðbót

Þegar viðbætur (add on) eru leyfðar í mótum þýðir það að allir spilarar mega bæta við sig spilapeningum á ákveðnum tíma, t.d. í hléi.

Viðbætur eru valfrjálsar en ólíkt endurinnkaupum mega allir spilarar bæta við sig kjósi þeir að gera það. Þá greiða þeir ákveðna upphæð fyrir aðra ákveðna upphæð spilapeninga sem þeir meiga bæta við staflann sinn sem fyrir er á borðinu.

Þegar spilari kaupir viðbót fær hann yfirleitt jafnháa upphæð í spilapeningum og hann byrjaði með og greiðir fyrir það jafnháa upphæð og innkaupin voru.

Yfirleitt er einungis leyfð ein viðbót á ákveðnum tíma, ekki fyrir og ekki eftir þann tíma.