Siðareglur

Gott getur verið og oft nauðsynlegt að hafa siðareglur sem allir fara eftir. Hér er útgáfa sem er byggð á siðareglum Pókersambands Íslands.

 1. Ekki gera fyrr en komið er að þér.
 2. Ekki skvetta í pottinn (splash). Þegar spilari veðjar skal hann setja spilapeningana inn á borðið beint fyrir framan sig þannig að aðrir geti séð og talið upphæðina, ekki blanda saman við pottinn.
 3. Aldrei tala um spilin á borðinu. Það er ekki góður siður að tala um eða sýna viðbrögð við borðspilunum, sérstaklega ekki ef spilari hefur pakkað.
 4. Alltaf að segja hátt og skýrt hvað þú ert að gera. Ekki veðja einungis með því að ýta peningum inn á borðið. Hið rétta er að veðja munnlega og svo í framhaldinu um hvað mikið. Munnlegt veðmál gildir umfram það sem gert er.
 5. Ekki tvíveðja (string bet). Tvíveðmál er þegar spilari segir „ég kalla…“ og bætir svo við „og hækka um…“ eða telur hækkunina í nokkrum hlutum. Þetta er stranglega bannað og spilari sem tvíveðjar fær að kalla þá lotu. Ítrekað tvíveðmál er litið alvarlegum augum.
 6. Ekki gagnrýna gjörðir annarra spilara. Allir hafa rétt á að spila eins og þeir kjósa og menn eru einfaldlega misgóðir og mislangt komnir.
 7. Ef þú kýst að sýna einhverjum spilin þín sem þú ert að pakka eða varst að vinna á óséð ber þér skylda að sýna öllum við borðið spilin.
 8. Sýni virkur spilari viljandi annað eða bæði holuspil sín jafngildir það að pakka.
 9. Vertu vakandi og settu blindan tímalega út.
 10. Hafðu spilin þín ávallt sýnileg og á grúfu ef þú ert með í potti. Sýni virkur spilari viljandi annað eða bæði holuspil sín jafngildir það að pakka. Gjafari skal safna saman spilum sem hefur verið pakkað og brennd þannig að þau valdi ekki ruglingi.
 11. Hafðu spilapeningana þína vel sýnilega. Meðspilarar eiga að geta talið staflann þinn án teljandi fyrirhafnar.
 12. Ekki snerta spil eða spilapeninga annarra spilara. Gjafari skal taka saman spil og veðmál og gefa til baka ef þess þarf.
 13. Sýndu bæði holuspilin strax. Þegar kemur að uppgjöri í lok síðustu veðmálsumferð og þú átt að sýna spilin skaltu ekki sýna annað spilið í einu eða draga að sýna bæði spilin, sérstaklega ekki þegar þú vinnur stórt.