Að blekkja (bluff)

Að blekkja er hluti af póker en þó ekki eins stór hluti og margir spilarar halda. Að beita blekkingum getur verið góð tækni til að hafa upp í erminni og stundum gefið ágætlega í aðra hönd á ögurstundu en krefst töluverðar kunnáttu spilara. Spilari þarf að hafa góðan skilning á öðrum spilurum við borðið, vita hverjir eru óútreiknanlegir (loose) eða áhættulitlir (tight) og hverjir sæknir (aggressive) eða  varkárir (passive). Þegar þú telur þig hafa þessa þekkingu er óhætt að beita nokkrum blekkingum.

Frekari fróðleik um blekkingar er að finna neðst á síðunni

Blekking 1 – þegar fáir eru um pottinn

Það liggur í hlutarins eðli að blekking er líklegri til að bera árangur þegar færri spilarar eru um pottinn. Þegar margir spilarar eru með er líklegra að einhver sé með góða hönd eða hafi einfaldlega ekki trú á blekkingu þinni og kalli eða hækki. Þú getur þurft að fylgja blekkingunni þinni út í gegn veðmálsumferðir tvö, þrjú og jafnvel fjögur. Það getur kostað þig töluvert af spilapeningum ef blekkingin ber ekki árangur en ef þú færð mótspilarann til að pakka gæti það gefið vel.

Blekking 2 – þegar þú ert á móti fremur áhættulitlum (tight) spilurum

Þeir sem eiga það til að pakka oft og auðveldlega er stærstu skotmörk þeirra sem blekkja. Á móti slíkum spilurum eru veðmál notuð til að afla upplýsinga um hönd þeirra. Ef þú hækkar í veðmálsumferð eitt eða tvö og áhættulítill (tight) spilari kallar eða jafnvel endurhækkar ættu viðvörunarbjöllur að klingja hjá þér og ráðlagt er að fara varlega í allar hækkanir í næstu veðmálslotum og hætta snarlega við alla blekkingatilburði. Enn og aftur snýst þetta að þekkja mótspilarann.

Blekking 3 – á lokaborðspili (river)

Að blekkja þegar lokaborðspilið hefur litið dagsins ljós ætti ekki að vera skyndihugdetta og örþrifaráð til að vinna til til baka þá peninga sem þú hefur sett í pottinn heldur ætti það að vera lokahnykkurinn á blekkingarsögu sem þú hefur byggt upp í viðkomandi potti. Veðmál á lokaspil eru nánast alltaf blekking eða value betting (útskýrt síðar).

Blekking 4 – að fylgja velgengni

Þessi tegund blekkingar snýst um að nýta sér tímabundna ímynd þína við borðið. Þér hefur gengið vel í síðustu höndum og jafnvel bara í síðustu hönd. Málið er að spila höndina (blekkinguna) nákvæmlega eins og síðustu vinningshönd og nýta sér þá virðingu sem hún hefur aflað þér.

Blekking 5 – þegar borðspilin eru lág

Þegar fyrstu þrjú borðspilin eru lág og í mismunandi sort, t.d. , er ekki líklegt að það hafi hjálpað neinum spilara. Hér er tækifæri á blekkingu en eins og svo oft áður get þarf að fara varlega og þekkja mótspilarana.

Blekking 6 – með hnappinn, fyrir borðspilin og allir á undan þér hafa pakkað

Þetta er góð blekking með áhættulitla (tight) spilara á vinstri hönd. Einnig er möguleiki á að höndin breytist úr blekkingu í bestu höndina eftir að borðspilin koma upp.

Blekking 7 – þegar par er í borði

Að blekkja með par í borði á sérstaklega við þegar parið er eða lægra. Það verður að teljast frekar líklegt að þessum spilum (átta eða lægra) hafa verið pakkað eða séu enn í stokknum. Ef mótspilari kallar hins vegar er þetta staða sem þú ættir að endurmeta mjög vel og sem fyrr, þekkja mótspilarana. Þetta er einnig tækifæri fyrir þig til að lesa þá spilara sem eru ekki með í höndinni því að það er mun auðveldara að gefa upp þá hönd sem maður var með heldur en þá hönd sem maður er með.

Hafa skal í huga að þessar blekkingaaðferðir eru vel þekktar og margir spilarar grunar hvað þú ert að gera. Í mörgum tilfellum munu þær einfaldelga ekki ganga upp.

Frekari upplýsingar tengdar blekkingum

Hálfblekking (semi-bluff)

Hvenær skal ekki blekkja

Hvenær eru mótspilarnir að blekkja?

Fara efst á síðu