Afbrigði

Til eru margar tegund af póker og eru þau yfirleitt flokkuð í eina af eftirfarandi skilgreiningum:

  • Draw Poker – spilarar fá heila hönd og geta svo bætt hana með að skipta út spilum.
  • Stud Poker – hver spilari fær bæði spil sem aðrir sjá og falin (grúfuspil) í mörgum veðmálaumferðum.
  • Community – hver spilari fær ókláraða hönd (hluta af hönd) og síðan eru sameiginleg sýnileg spil sem þeir þurfa að nota til að klára höndina. Hér flokkast Texas Holdem og Omaha sem eru vinsælustu pókerafbrigðin í dag.

Texas Holdem er aðalumfjöllunarefni á þessum vef en það afbrigði fellur undir community. Við byggjum uppá mótafyrirkomulagi sem er einna skemmtilegast í góðum vinahóp og er einnig hefðbundið taktískt pókerspil sem hefur notið gríðarlegra vinsælda undanfarin ár.

Sjá nánar um fleiri Mótagerðir og veðmálstakmarkanir.