Sætisstaða

Sætisstaðan segir til um stöðu þína gagnvart gjafarahnappnum og er stór þáttur í því hvernig spilari hugsar og metur sín veðmál. Skoðum nánar hvers vegna:

  • Veðmálin ganga frá vinstri við gjafarahnappinn.
  • Í fyrstu veðmálsumferð byrjar spilari vinstra meginn við stóra blindan að veðja og stóri blindur endar. Sá sem hefur hnappinn er þriðji síðasti til að veðja og sá síðasti sem veðjar valfrjálst.
  • Í öllum hinum veðmálsumferðum byrjar næsti virki spilari til vinstri frá gjafarahnapp og sá sem hefur hnappinn eða næsti virki spilari til hægri við hnappinn endar.

Hér sjáum við að sá sem hefur gjafarahnappinn fær að sjá hvernig hinir spilararnir bregðast við sínum holuspilum eða samfélagsspilunum. Þannig er hann í mun betri stöðu til gera sem mest úr sinni hönd. Því er best að hafa hnappinn eða hafa hann sem næst sér á vinstri hönd.


Skoðum dæmi

Fyrsta veðmálsumferð

Spilari A er á eftir stóra blindum og á að byrja. Hann kallar með

qsth

Spilari B er til vinstri við A og hann hækkar. Allir pakka aftur til spilara A. Nú er hann kominn í klemmu þar sem miklar líkur eru á að sá sem hækkar er með nokkuð góð spil, gæti verið eða . Spilari A gæti kallað með en þá þarf hann líka að gera á undan spilara B sem gæti hækkað aftur og þá neyðist spilari A að pakka hafi hann ekki hitt á drottningu eða tíu.

Sama dæmi en önnur sætisstaða

Lítum á svipað dæmi en nú er spilari A með gjafarahnappinn, hann er áfram með . Allir pakka til hans og einungis litli og stóri blindur eiga að gera á eftir honum. Nú er hann í töluvert betri stöðu en í fyrra dæminu. Hann gæti pakkað og leyft blindunum að kljást um pottinn. Hann gæti kallað og séð hvað blindarnir gera. Hann gæti líka hækkað og reynt að stela pottinum. Þar sem hann á alltaf að gera síðastur í þeim veðumferðum sem á eftir koma hefur hann alltaf möguleika á að stela pottinum ef hinir athuga (check) til hans. Eins og alltaf þarf að taka mið af borðspilunum og spilastíl mótspilaranna þegar á að blekkja.