Veðmálstækni

 

Reynslumikill pókerspilari veit að póker er ekki eingöngu fjárhættuspil og langt frá því að vera eitthvað lottó. Um er að ræða heilmikla hugarleikfimi, kænsku og andlegar ógnanir tjáðar með orðum og veðmálum.

Hvenær og hversu miklu spilari veðjar er lykilatriði í árangri hans. Til að gera þetta með góðum árangri þarf spilari m.a. að reikna vinningslíkur og bera þær saman við potthlutfall. Hann þarf einnig að geta metið hönd sína áður en borðspilin koma í borð, en til þess þarf hann að gera rökrétt mat á hönd andstæðingsins. Líkt og póker í heild eru veðmál list sem lærist með tímanum, eftirtekt og útsjónarsemi.

Skoðum nokkur “stöðluð” veðmál:

Hugtakið að stela potti á við þegar spilari hækkar með lélega hönd í von um að vinna pottinn.

að hámarka gróðan (value betting)

Svokölluð value bet eru veðmál sem er ákaflega mikilvægt að ná góðum tökum á og af mörgum pókerspilurum eru þau einna miklvægasti þátturinn í póker ef það ætti að taka einhvern einn þátt út úr allri flóru pókertækninnnar.

Það kallast value bet þegar spilari telur sig hafa bestu höndina og veðjar þeirri upphæð sem hann telur mótspilarann reiðubúinn að leggja út miðað við sína hönd. Þetta þýðir auðvitað að spilari þarf að geta lagt mat á hönd mótspilarans með þó nokkurri vissu sem krefst mikillar reynslu og eftirtektarsemi.

Spilari getur í raun value bettað í annarri til fjórðu veðmálsumferðar eða allt frá því að fyrstu þrjú borðspilin (the flop) eru komin í borð þó svo að algengast sé að value betta í þriðju og fjórðu veðmálsumferð og aðallega í þeirri fjórðu. Skoða dæmi um value betting

athuga-hækka (check-raise)

Þessi tækni felst í því að fela góða hönd með því að byrja á því að athuga (check) og endurhækka síðan spilara sem gerir á eftir þér og hefur hækkað. Eins og gefur að skilja þarf a.m.k. einn spilari að vera á eftir þér í röðinni að veðja og gengur því ekki ef þú ert með hnappinn. Gott er að hafa góðan skilning á spilaháttum spilara við borðið og ákjósanlegast er að hafa sækinn (aggressive) spilara þér á vinstri hönd.

upphafsveðmál (the opener)

Spilari sem hefur góð holuspil, t.d. , hækkar oft í fyrstu veðmálsumferð sé hann framalega í veðmálsröðinni til að fækka spilurum sem eiga kost á pottinum áður en fyrstu borðspilin koma í borð. Stundum er sagt að öll holuspil séu jafn góð þar til borðspilin eru komin í borð og er þessi hækkun til að minnka líkurnar á að spilari með meðal- eða laka hönd hitti á eitthvað af borðspilunum. Þannig er spilari með líklegur til að pakka og fær því ekki tækifæri til að hitta á borðspilin sem gera enn bestu spilinn við borðið.

Ætli spilari að reyna að stela pottinum framalega í veðmálsröðinni er hætta á að sá sem kalli hann sé með betri spil og muni hafa betur.

þröngvað út (sqeezing – sqeez play)

Að þröngva spilara út úr potti er, eðli sínu samkvæmt, skilvirkara eftir því sem færri spilarar eru um pottinn. Oft er þessari tækni ekki beitt nema á móti 1-2 mótspilurum og felst í því að hækka þegar þú telur  mótspilarann vera að bíða eftir síðasta spilinu í röð eða sort. Þannig minnkar þú vinningslíkur hans og hann telur það ekki arðbært að kalla.

Ef þú telur þig vera með bestu höndina og ætlar að spila hönd þína hægt (slow play/trapping) getur það reynst hættuspil að leyfa mótspilaranum að fá ókeypis borðspil í von sinni um að hitta á spilið sem hann vantar. Í stað þess að kreista nokkra auka spilapeninga út úr mótspilaranum fær hann sína hönd og þú tapar pottinum.

að stela blindum (blind-stealing)

Við erum í fyrstu veðmálsumferð og þú ert með gjafarahnappinn. Allir hafa pakkað til þín og einungis litli og stóri blindur eiga eftir að gera. Hér er tækifæri til að blindstela, það er að hækka (t.d. þrefalda upphæð stóra blinds) og vonast eftir að blindarnir pakki.

Að blindstela er allt í lagi að gera annað slagið en það þýðir ekki að ofnota þessa tækni þar sem hún er auðlesin og spilarar munu kalla eða endurhækka auk þess sem hún gefur ekki ýkja mikið í aðra hönd.

pottstuldur með hækkun (steal-raise)

Til að hægt sé að stela potti þarf að sjálfsögðu einhver pottur að vera til staðar á borðinu, þú þarft að vera síðastur í veðmálsröðinni eða í það minnsta aftarlega og allir að hafa athugað (check) til þín. Þessi tækni á við í veðmálsumferðum tvö til fjögur og felst í því að þú hækkar (t.d. um 1/3 eða 2/3 af upphæð pottsins) í von um að vinna (stela) pottinn.

Líkt og með að stela blindum er ekki ráðlagt að nota þessi tækni óhóflega þar sem spilarar lesa þig fljótt og gera ráð fyrir þinni hækkun til þess eins að endurhækka þegar þeir eru með góða hönd.

Þessi tækni hentar oft vel þegar þig vantar eitt spil í hönd sem þú telur að vinni pottinn, t.d. röð eða sort, þannig byggir þú upp stærri pott ef þú hittir á spilið sem þig vantar eða vinnur pottinn hér og nú.