Ásinn

    skrifaði þann 26. Jun 2011 | Engar athugasemdir

Ásinn

Í Keflavík má finna Ásinn Sportbar (sjá Facebook). Staðurinn er reyndar ekki auðfundinn en ef þú kíkir á bakvið Hótel Keflavík ættirðu að enda á því að reka augun í hann.
Staðurinn er opinn og rúmgóður en jafnframt dimmur og notalegt að sitja við borðin. Ljós hanga yfir borðunum þannig að maður verður lítið var við umhverfið og dettur alveg inní boðið.
5 borð voru tilbúin og fleiri borð til á staðnum.
Nóg af skrifstofustólum þó svo að sum hjól væru orðin þreytt er þægilegt að sitja í þeim og hægt að gera það lengi.
Upphæðamerktir spilapeningar sem auðvelda nýjum að þekkja gildi peninganna. En reyndar fannst mér óþægilegt að sumir litir voru áþekkir og hærri peningar voru ekki dekkri en lægri, sem er kannski bara eitthvað sem ég er vanur.
Andrúmsloftið virkaði afskaplega vel á mig, enda er staðurinn búinn að vera starfræktur í næstum 2 ár og ábyggilega búinn að læra margt um mótahald með pókerspil á hverju kvöldi.
Bjóðum uppá toppaðstöðu fyrir pókerspilara bæði nýja sem lengra komna. eru einkunnarorð þeirra og ég verð að vera sammála því m.v. þá staði þennan eina sem ég hef séð 😉

Var á 15 manna móti, 2 borð, og engir aðrir voru á staðnum þannig að engin truflun var. Skemmtilegt að sjá spilara í peysum merktum staðnum, það gaf þessu alveg auka prik í kladdann..

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *