Ný síða – mistök gjafara

    skrifaði þann 13. Oct 2011 | Engar athugasemdir

Ný síða – mistök gjafara

Þegar heimamót í póker eru sett upp skiptast spilarar yfirleitt á að gefa. Hvort sem um er að ræða háar upphæðir eða vinalegar pókerdeildir er betra að hafa skrifaðar reglur um hvernig skal bregðast við mistökum. Mistök gjafara í póker eru, eins og nafngiftin gefur til kynna, mistök sem geta komið fyrir hvern sem er og þýðir því lítið að gráta og væla yfir þeim heldur fylgja þeim reglum sem settar hafa verið og halda áfram.

Þessar reglur er kannski ekki tæmandi en taka á helstu mistökum. Til að mynda voru þau mistök gerð um daginn í pókerdeild höfunda Allt um póker að gjafari fletti 5 spilum upp í floppinu í stað þriggja. Þar sem ekki var neitt til í okkar reglum yfir það var ákveðið að stokka þessi tvö aukaspil aftur inn í stokkinn og halda síðan veðmálum áfram.

Ef þið hafið hafið einhverju við þessar reglur að bæta vinsamlegast sendið okkur ábendingu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *