Að setja upp mót

Að ýmsu þarf að huga áður en þú heldur pokermót.

Að ýmsu þarf að huga áður en spilari heldur sitt fyrsta mót. Best er að byrja sem einfaldast og á einhverju sem maður þekkir og er öruggur með, s.s. no limit freezeout móti og ekki með fleiri en 10 þátttakendur.

Veðmálstakmarkanir (limit), blindir (blinds) og blindralotur (rounds) geta verið breytilegar ásamt gildum á spilapeningum (chip value). Allt fer þetta eftir hvað hentar hverjum og einum spilahópi.

Algengur fjöldi upphafsspilara er 6-10. Ekki er ráðlagt að hafa fleiri en 10 við sama borð. Þá hættir veðmálsumferðum til að vera leiðinlega langdregnar og mikil bið verður milli handa. Færri er 6 upphafspilarar gæti þýtt stutt gaman.

Það sem þarf til er:

  • 52 spil – bestu spilin eru plastspil, t.d. Copag eða KEM.
  • Spilapeninga (chips) – 500 spilapeningar í fjórum litum ættu að duga fyrir 10 spilara, 1000 spilapeningar ættu að nægja fyrir 20-30 spilara. Ef leyfð eru endurinnkaup (rebuy) eða viðbót (add on) þarf fleiri peninga. Eins þarf að gera ráð fyrir uppfærslu spilapeninga (color up).
  • Klukku til að mæla lengd blindralota.
  • Stórt borð og stóla fyrir alla.
  • Hugsanlega eitthvert meðlæti.
  • Skilningsríka konu 😉

Þegar þetta er komið er hægt að fara að huga að uppsetningu mótsins sjálfs. Þar þarf að huga að:

Áður en lengra er haldið er vert að benda á 183. gr. og 184. gr. almennra hegningarlaga er fjallar um fjárhættuspil. Þar segir:

183. gr. Sá, sem gerir sér fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu eða það að koma öðrum til þátttöku í þeim, skal sæta sektum …1) eða fangelsi allt að 1 ári, ef miklar sakir eru.Ákveða skal með dómi, hvort vinningi af fjárhættuspili eða veðmáli skuli skilað aftur eða hvort hann skuli gerður upptækur.

184. gr. Hver, sem aflar sér tekna beint eða óbeint með því að láta fjárhættuspil eða veðmál fara fram í húsnæði, er hann hefur umráð yfir, skal sæta sektum …1) eða fangelsi allt að 1 ári.

Lesa má umfjöllun Árna Helgasonar lögfræðings á Vísindavefnum um lagabókstaf fjárhættuspila.