Blindralotur (blind levels)

Blindralotur (blind levels) er fyrirfram ákveðinn tími sem litli og stóri blindur haldast þeir sömu. Eftir að þeim tíma líkur hækkar blindarnir um fyrirfram ákveðna upphæð og ný lota tekur við.

Þegar setja á upp pókermót þarf að huga vel að blindralotum og samræma aðra þætti við þær, s.s. upphafsstafla og gildi spilapeninga. Blindralotur stjórna flæði mótsins, ákvarðar lengd þess og hefur áhrif á spilamennsku spilara.

Hvernig skal setja upp blindralotur fyrir pókermót?

  1. Finndu byrjunar stóra blindan með því að deila upphafsstaflanum með 50 eða 100.Ef upphafsstaflinn er 1000 -> 1000/50 = 20 = stóri blindur (litli blindur er þá 10). Áætlaðu mótslok 1-2 lotum áður en stóri blindur jafngildir upphafsstaflanum. Nánar um lengd móta.
  2. Ef mótið á að vera fjórir tímar og upphafsstaflinn er 1000 ætti stóri blindur að vera 1000 eftir rúmlega fjóra tíma.Athugið að þetta er áætlun og á ekki við um stærri mót (20 eða fleiri).

  3. Raðaðu inn lotum þannig að þær hækki jafnt og þétt. Hafðu fyrstu tvær eða þrjár loturnar með lágum stóra blindum til að leyfa nýjum spilurum að átta sig án þess að þeir þurfi að leggja of mikið undir.Lengd lota er yfirleitt á bilinu 15-45 mínútur.

  4. Ekki gleyma að gera ráð fyrir hléum, gott er að hafa hlé þegar á að uppfæra spilapeninga.

  5. Bættu við nokkrum lotum aftan við til öryggis.

 


Til að breyta lengd móts er mælt með að breyta lengd lota í stað stóra blindum eða upphafsstafla.Hér má sjá dæmi um hvernig mætti stilla upp blindralotum með 1.000 í spilapeningum annars vegar og 10.000 hins vegar.

LotaLitli blindurStóri blindur
11020
21530
32040
42550
550100
675150
7100200
8150300
9200400
10300600
11400800
125001000
136001200
148001600
151000200

1000 eða 1500 spilapeningar

20 mín lotur = 3-4 klst
30 mín lotur = 5-6 klst

Mótslok eru líkleg í 8-10 lotu.

LotaLitli blindurStóri blindur
1100200
2200400
3300600
4400800
55001000
66001200
78001600
810002000
915003000
1020004000
1130006000
1240008000
13500010000
14600012000
15800016000

20 mín lotur = 3-4 klst
30 mín lotur = 5-6 klst

Mótslok eru líkleg í 10-12 lotu.