Dæmi um uppsetningu móts

Dæmi um mót með einu rebuy og 15.000 í upphafstafla. Innkaupsupphæð má breyta óháð staflanum.

Allt um pókermót á einu blaði

Þú getur sótt allar upplýsingar sem þarf til að halda pókermót á einu blaði.

 

 

Texas Holdem – no limit – 1 rebuy – 1 add on

Buy in1.000 kr. (15.ooo chippar)
Rebuy1.000 kr. (15.ooo chippar)
Add on500 kr. (5.ooo chippar)
Lokapottur500 kr. – greiðist við hvert buy in
Blindralotur30-20-15 mínútur
HléEftir hentugleika

Lengd móts miðað við fjölda spilara: Um 10 spilarar = 3-4 klst.
Um 20 spilarar = 4-5 klst.

 

Upphafsstafli er 15.000 í spilapeningum

Gildi
Fjöldi10661
LotaLengd í mín.Litli blindurStóri blindur
130100200
230200400
320300600
420400800
5206001200
6208001600
72010002000
82015003000
92020004000
102040008000
1120500010000
121000020000

 

Reglur um rebuy

Second change merkir að hver spilari má gera eitt rebuy. Það má gera rebuy fyrstu tvær loturnar (60 mín.) . Öll rebuy og bætast við pott kvöldsins. Rebuy kostar 1.000 kr. (15.000 chips).

 

Fyrirkomulag peningaverðlauna

Hvert mót er sjálfstætt og á skipuritinu hér að neðan sést hlutfall peningaverðlauna miðað við fjölda spilara og eftir sætum:

<10 spilarar:11-14 spilarar:15-20 spilarar:
1. sæti: 70%1. sæti: 50%1. sæti: 40%
2. sæti: 30%2. sæti: 30%2. sæti: 30%
3. sæti: 20%3. sæti: 20%
4. sæti 10%

 

Fyrirkomulag stiga

Auk peningaverðlauna safna meðlimir stigum við hvert buy in og í hlutfalli við það sæti sem þeir lenda í hvert mót. Stigafjöldinn er breytilegur eftir fjölda meðlima, óháð öðrum spilurum (gestum).

Dæmi um mót með 10 meðlimum:
1. sæti gefur10 stig
2. sæti gefur 9 stig
…síðan koll af kolli.

Fyrir sigurvegara hvers tímabils er veitt sérmerkt meistarahúfa frá Bros.is.

 

Lokapottur

Hvert buy in skilar 500 kr. í lokapott sem skiptist milli þriggja stigahæstu spilara eftir fyrirfram ákveðið tímabil.

Skipting peningaverðlauna úr lokapotti
1. sæti 50%
2. sæti 30%
3. sæti 20%

Ef Spilarar verða jafnir að stigum verður sá sem hefur tekið þátt í færri mótum ofar í sætaröðinni. Ef um jafnmörg mót er að ræða gildir eftirfarandi:

Ef tveir verða jafnir í 1. eða 2. sæti, dettur 3. sæti út og bætast verðlaunin við það sæti sem skiptist milli manna.

Dæmi: Ef tveir eru jafnir í 1. sæti, dettur 3. sæti út og bætast við 1. sæti sem verður þá 70%. Þannig fá báðir sigurvegarar 35% og 2. sæti 30%.

Ef fleiri en tveir deila með sér 1. sæti, detta 2. og 3. sæti út og allir sigurvegarar deila pottinum milli sín.

Ef tveir verða jafnir í 1. og 2. sæti (samtals 4 aðilar) dettur 3. sæti út og skiptist milli tveggja efstu sætanna. Þannig bætist 10 % við 1. sæti og 10% við 2. sæti.

Ef tveir eða fleiri verða jafnir í 3. sæti skiptast verðlaunin jafnt milli meðlima.

 

Allt um pókermót á einu blaði

Þú getur sótt allar upplýsingar sem þarf til að halda pókermót á einu blaði.
Sækja

Fara efst á síðu