Dreifing peningaverðlauna

Það getur verið mjög breytilegt hvernig peningaverðlaunin dreifast en yfirleitt eru þau í hlutfalli við fjölda þáttakendur í mótinu.

Hér er dæmi um hvernig peningaverðlaun geta dreifst:

[slidertype="left][tabs"][auto="off"]

1.sæti 70%

2. sæti 30%

1. sæti 50%

2. sæti 30%

3. sæti 20%

1. sæti 40%

2. sæti 30%

3. sæti 20%

4. sæti 10%Þessi dreifing er svolítið í vil sigurvegarans og því væri hægt að jafna hana meira út.

Áður en mótið hefst er mikilvægt að mótshaldari sé búinn að ákveða skiptingu milli spilara ef um verðlaunasæti er að ræða verði þeir slegnir út á sama tíma, þ.e. þegar þrír eða fleiri eru saman í potti og tveir eða fleiri eru allir inn (all in).

Dæmi:

  • Spilari A er allur inn með 1.200kr.
  • Spilari B kallar og er einnig allur inn með 800kr í spilapeningum.
  • Spilari C kallar einnig og á meira í spilapeningum en bæði A og B eða 1.800.
  • Spilari C vinnur.

Sanngjarnast er að sá spilari sem hafði stærri stafla (stack), þ.e. hærri upphæð spilapeninga, þegar höndin hófst lendi ofar í sæti. Ef þessi aðferð er notuð verður að muna eftir að skera úr um hvor spilaranna hafði stærri stafla í upphafi handar.

Einfaldari leið er að skipta verðlaunum jafnt milli umræddra spilara.