Finna spilurum sæti

Að ákvarða sæti fyrir spilara

Það er mikilvægt að spilarar sitji tilviljunarkennt við borð þar sem færari spilarar geta séð hvar er gott að sitja miðað við spilahátt og getu annarra spilara.

Góð aðferð til að ákvarða sæti fyrir spilara á tilviljunarkenndan hátt er að vera búinn að undirbúa spilastokk í samræmi við fjölda spilara og borða.

Séu borðin til dæmis þrjú og átta spilarar á hverju borði er tekið ás til áttu í þremur sortum úr stokknum þar sem sortirnar tákna borðin og talan táknar númer sætis. Spilarar draga síðan spil og finna sér sæti í samræmi við það.

Spil miðað við 3 borð og 8 á hverju borði

ah2h3h4h5h6h7h8h

as2s3s4s5s6s7s8s

ad2d3d4d5d6d7d8d

Meira en eitt borð

Ef spilað er á fleiri en einu borði ætti að forðast að hafa mun milli fjölda spilara við hvert borð meiri en einn. Fleiri en 10 við hvert borð hægir á spilinu og erfitt verður að færa spila og spilapeninga á milli.

Þegar þú ert með fleiri en eitt borð verður þú að vera búinn að ákveða hvænær á að sameina borðin. Einfaldast er að sameina þau þegar ákveðinn fjöldi spilara er eftir, t.d. fara úr þremur borðum í tvö þegar 20 spilarar eru eftir og í eitt borð þegar 10 spilarar eru eftir.

Sætaskipan fer eftir stærð og lögum þeirra borða sem í boði eru en miðast ætti við þessa skipan:

Fjöldi spilaraFjöldi borðaeða
<101
111tvö borð með 5 og 6 spilurum
121tvö borð með 6 og 6 spilurum
132 (6 og 7)
142 (7 og 7)
152 (7 og 8 )
162 (8 og 8 )
172 (8 og 9)
182 (9 og 9)
192 (9 og 10)
202 (10 og 10)
212 (10 og 11)þrjú borð með 7 spilurum
222 (11 og 11)þrjú borð með 7, 7 og 8 spilurum
232 (11 og 12)þrjú borð með 8, 8 og 7 spilurum
242 (12 og 12)þrjú borð með 8 spilurum
253 (8, 8 og 9)