Gildi spilapeninga

Að finna heppilegt gildi spilapeninga og fjölda lita þeirra er mikilvægt upp á að spilið gangi smurt fyrir sig. Þegar um mót er að ræða getur verið seinlegt að sitja uppi með mikinn fjölda spilapeninga með lágu gildi og of margir litir getur verið ruglingslegir auk þess sem betra er að eiga einn lit fyrir uppfærslu spilapeninga (color up).

Þegar gildi spilapeninga er fundið er oft miðað við að næsta gildi sé 4-5 sinnum hærra en það gildið á undan, t.d.  1-5-20-100.

  • Sé lægsta gildið 1 ætti næsta gildi að vera 5 (5 x 1).
  • Þriðja hæsta gildið ætti þá að vera 20 (4 x 5).
  • Loks ætti það hæsta að vera 100 (5 x 20).
  • Einn ónotaður litur til uppfærslu.

Nauðsynlegt er að gildi spilapeninga stemmi við blindralotur og upphafsstaflann. Ef lægsta gildi spilapeninga væri 5, má stóri blindur ekki vera 16 eða nein önnur upphæð sem ekki væri hægt að setja saman út gildum spilapeninganna. Einnig þarf að vera hægt að setja saman upphafsstaflann með einföldum hætti úr gildum spilapeninganna.