Lengd móta

Þegar setja á upp mót vill mótshaldari yfirleitt hafa einhverja hugmynd um hvað mótið muni taka langan tíma. Til eru leiðir til að finna út lengd móts með nokkurri vissu en hafa þarf í huga um er að ræða áætluð mótslok. Helstu skekkjuvaldar á áætlun lengd móts eru spilaháttur spilara, þ.e.a.s. ef stór hlut spilara spilar áhættulítið (tight), og fjölda endurinnkaupa (rebuy).

Þumalputtareglan er sú að móti líkur einni til tveimur lotum áður en stóri blindur hefur náð upphafsstaflanum en vissara er að gera nákvæmari útreikninga:

 

Aðferð 1

Þegar stóri blindur hefur náð milli 6% og 10% af heildarupphæð spilapeninga allra spilara.

  1. Finndu heildarupphæð spilapeninga, þ.m.t. endurinnkaup (rebuy) og viðbætur (add on). Dæmi: 15 spilarar með 1000 í upphafsstafla og 3 rebuy = 18.000.
  2. Finndu 6% af heildarupphæð spilapeninga. 18.000 x 0.06 = 1080.
  3. Finndu 10% af heildarupphæð spilapeninga. 18.000 x 0.1 = 1800.
  4. Líkleg mótslok eru þegar stóri blindur er milli 1080 og 1800.

Þessi aðferð er nokkuð áreiðanleg en oft er óvissa með fjölda spilara, endurinnkaup og viðbætur áður en mót hefst og því erfitt að áætla mótslok fyrr en að mót er hafið og endurinnkaupstíma lokið.

 

Aðferð 2

Þegar litli og stóri blindur ná samanlagt 10% af heildarupphæð spilapeninga í umferð.

Dæmi: Heildarupphæð er 18.000.

  1. Finndu 10% af 18.000 —> 1.8000 x 0,1 = 1.800
  2. Finndu þegar litli + stóri blindur eru sem næst 1.800, t.d. 600 og 1.200 sem ætti að vera u.þ.b. lotan sem mótið endar.