Mótagerðir

Til eru margar gerðir af pókermótum. Fyrir byrjendur er best að byrja sem einfaldast, til að mynda á freeze-out, og bæta svo við þegar reynslan eykst. Hér eru stuttar skýringar á nokkrum gerðum.

Freeze-out

Þegar spilari hefur verið sleginn út (tapað öllum spilapeningunum) hefur hann lokið þátttöku í mótinu og getur ekki keypt sig aftur inn.

Fyrir þá sem eru að setja upp mót í fyrsta skipti er mælt með að byrja á freeze-out.

Rebuy

Eftir að hafa tapað öllum spilapeningum má spilari kaupa sig inn aftur. Til eru nokkrar útfærslur af rebuy mótum. Í sumum mótum er einungis leyfilegt að kaupa sig inn einu sinni á meðan önnur leyfa ótakmörkuð endurinnkaup (rebuy) fram að ákveðnum tíma, t.d. fyrstu þrjár blindraloturnar.

Shootout

Hvert borð spilar sjálfstætt og síðan spila sigurvegarar hvers borð fyrir sig saman á lokaborði.

Free Roll

Mót sem kostar ekkert að taka þátt. Verðlaunin geta verið úr  ýmsum áttum og toga. Þegar um slík mót er um að ræða á internetinu þarf oft að borga inn á þau með punktum sem safnast hafa með spilamennsku upp á peninga og því á “Free” eða “No entry fee” ekki alltaf beint við. Ekki má rugla þessum mótum við þegar spilað er með “play money” en þá er ekki möguleiki á að vinna raunverulega peninga.

Garanteed Payout (örugg útborgun)

Mótshaldari tryggja lágmarks útborgun peningaverðlauna. Mót sem þessi eru t.d. að finna á pókerstöðum landsins. Þá tryggir staðurinn til að mynda 100.000 kr. peningaverðlaun, ef við gefum okkur að það kosti 5.000 kr. á mótið og fjöldi spilara er einungis 10 hafa þeir samtals greitt 50.000 kr. en fá samt sem áður 100.000 kr. í verðlaunafé og því þarf mótshaldari að greiða 50.000 kr. með mótinu.

Mixed (blandað mót)

Hér er um að ræða mót þar sem mismunandi afbrigði eru spiluð í gegnum mótið. Þannig gæti verið spilað Texas Holdem í fyrstu blindralotunum, þá Omaha og loks Stud síðustu loturnar.

Heads-up (útsláttarfyrirkomulag)

Mót þar sem allir spila einn á einn. Það er fyrirfram ákveðin uppbygging þar sem er búið að setja upp hvaða sigurvegarar spili saman allt til loka þar til eftir stendur einn sigurvegari.

Satelite

Mót þar sem möguleiki er á að vinna sér inn þáttökurétt á mót með hærra innkaupsverð (buy in).

Algengasta mótagerð í áhugamannamótum heima fyrir er rebuy mót þar sem spilarar geta keypt sig aftur inn einu sinni eða ótakmarkað upp að ákveðinni blindralotu (blind level). Ástæðan fyrir því er að um er að ræða vini, fjölskyldu eða vinnufélaga og ekki er gaman að sjá á eftir þeim heim snemma móts.

Hafa skal í huga að gerð mótsins er líkleg til að hafa áhrif að spilamennsku þátttakenda. Spilarar gætu spilað áhættulítið (tight) ef þeir geta ekki keypt sig inn aftur og verið óútreiknanlegri (loose) vitandi að þeir geti keypt sig aftur inn ef þeir verða slegnir út. Einnig gætur mikill fjöldi endurinnkaupa (rebuy) haft áhrif á lengd mótsins.

Add-on (viðbót) er góð leið til að auka heildarverðlaunaféð. Þegar spilurum er heimilt að bæta við sig spilapeningum þýðir það að þeim er frjálst að kaupa ákveðna upphæð spilapeninga gegn greiðslu. Til eru nokkur afbrigði viðbóta (add-on). Möguleiki er að leyfa spilara að bæta við sig (add-on) ef hann er kominn undir ákveðin mörk spilaeninga (t.d. undir helming af byrjunarstakk) en þó fyrir ákveðna blindralotu. Einnig væri möguleiki að leyfa öllum spilurum að bæta við sig (add-on) í hléi.

Ekki er ráðlagt að byrjendur í móthaldi leyfi viðbót (add-on).