Pókerdeildir

Til að gera pókerkvöldin áhugaverðri í pókerhópnum þínum getur verið skemmtilegt að búa til deild utan um spilarana. Slík deild getur aukið spennuna, bætt mætingu og verið skemmtilegt tilbreyting ef kvöldin hafa farið dalandi.

Til eru margar góðar leiðir til að setja upp pókerdeildir og þarf hver hópur að finna samsetningu sem hentar þeim best.

Tillaga að uppsetningu pókerdeilda:

 • Ákveðið hvert tímabilið skal vera. T.d. 3, 5 eða 10 mót.
 • Takið hluta af innkaupum (buy in) til hliðar til að búa til lokapott.
 • Gefið spilurum stig fyrir þátttöku.
  • Ein leið er að gefa spilurum stig í öfugu hlutfalli við sætisröð.
   • Dæmi um 10 spilara:
   • 1. sæti – 10 stig
   • 2 sæti – 9 stig
   • og svo koll af kolli
  • Einnig væri hægt að gefa efstu sætunum aukastig.
   • 1. sæti – 10 stig + 3 aukastig = 13 stig
   • 2. sæti – 9 stig + 2 aukastig = 11 stig
   • 3. sæti – 8 stig + 1 aukastig = 9 stig
   • 4. sæti – 7 stig
   • og svo koll af kolli
 • Takið saman stig spilara úr öllum mótum tímabilsins og verðlaunið úr lokapotti samkvæmt þeim.

Verðlaun

Þegar kemur að peningaverðlaunum fyrir tímabilið er hægt að verðlauna fleiri en einungis þann sem fékk flest stigin, t.d. þrjá efstu eða notast við sama hlutfall og við dreifingu peningaverðlauna fyrir hvert mót.

Auk peningaverðlauna fyrir sigur á tímabili er hægt að kaupa ýmiss önnur skemmtileg verðlaun, s.s. sérmerkta derhúfu, áletraðan bikar eða armband til að auka enn á skemmtanagildi og stemningu deildarinnar.

Allt um póker mælir með Bros þegar kemur að sérmerktum vörum á góðum kjörum fyrir einstaklinga eða pókerklúbbinn. Á heimasíðu bros.is er hægt er að kaupa og merkja húfur, boli, peysur og aðrar vörur með sínum myndum og texta.

Ýmsar útfærslur

Möguleikarnir á útfærslum eru óendanlegir. Hægt er að setja fé eða aukastig til höfuðs sigurvegara hvers tímabils fyrir þann sem slær hann út, veita aukastig fyrir að slá annan spilara út eða veita refsistig fyrir ýmis athæfi, t.d. fyrir brot á siðareglum. Einnig er hægt að setja upp ýmsa pókerleiki sem þekkjast úr cash game eins og veita einhvers konar aukaverðlaun fyrir þann sem vinnur á tvist sjöu, , eða vinnur oftast á þessa hönd yfir tímabil.