Uppfærsla spilapeninga (color/chip up)

Þegar hægt er að leggja út litla og stóra blindan það sem eftir lifir móts án þess að nota lægsta gildi spilapeninga  skal þeim skipt upp í hærra gildi.

Þegar um heimaspil er að ræða geta spilarar komið sér saman um reglu sem gildir um þá umfram spilapeninga hvers spilara sem ekki ná upp í næsta gildi, t.a.m. í spili með gildunum 1-5-20-100 og spilari á fjóra spilapeninga umfram með gildinu 1.

Hér eru þrjár þekktar leiðir til að uppfæra spilapeninga:

  1. Einfaldast er að láta aukaspilapeninga detta niður dauða og fjarlægja þá af borðinu.
  2. Allir spilarar með auka spilapeninga fá eitt spil og sá sem fær hæsta spilið fær nægilega marga peninga til að hann geti skipt sínum aukpeningum upp í hærra gildi (ef hann á fjóra peninga með gildinu 1 fær hann einn með sama gildi til að geta skipt fyrir einn spilapening með gildinu 5). Næstur í röðinni er sá sem fékk næsthæsta spilið og svo koll af kolli þangað til allir aukapeningar eru búnir.
  3. Allir spilara fá spil og sá sem fær hæsta spilið fær alla umfram spilapeninga.

 

Spilari getur ekki verið sleginn út úr móti við uppfærslu spilapeninga eigi hann til að mynda einungis fjóra peninga með gildinu 1 og næsta gildi er 5.