Veðmálstakmarkanir

Þegar talað er um veðmálstakmarkanir (betting limits) er átt við þá hámarksupphæð sem spilari má veðja.

Algengustu takmarkanirnar eru:

No limit og pot limit eru þær takmarkanir sem leiða af sér hvað stærstu pottana á meðan fixed limit og spread limit halda þeim í lægri kantinum.

No Limit (ekkert hámark)

Þetta er einfaldasta og jafnframt útbreiddasta form veðmálstakmarkana.

Þegar spilað er no limit er spilara heimilt að veðja öllum sínum stafla sem hann hefur á borðinu fyrir framan sig hvenær sem hann á að gera.

Sá spilari sem hækkar fyrst þarf yfirleitt að veðja ákveðnu lágmarki sem oft er jafnhátt stóra blindum. Einnig er venja að spilari sem vill endurhækka þurfi að hækka um ákveðið lágmark sem oft er tvöfallt síðasta veðmál.

Pot Limit (potthámark)

Hér er á ferðinni takmörkun veðmála sem kann að hljóma einföld en krefst þó meiri athygli en maður heldur í upphafi.

Spilara er heimilt að veðja að hámarki upphæð heildarpottsins í viðkomandi veðmálsumferð.

Heildarpotturinn samanstendur af:

 1. Spilapeningum frá fyrri veðmálsumferðum (upphafspottur)
 2. Fyrri veðmálum í viðkomandi veðmálsumferð (veðmálsslóð)
 3. Kall frá þeim spilara sem hækkar um pottinn.

Þar sem einungis er um að ræða takmörkun á hámarksveðmáli er spilurum frjálst að veðja lægri upphæð heldur en þeirri sem samanstendur af heildarpottinum.

Þegar spilari hyggur á hámarkshækkun er talað um að hækka um pottinn eða potthækkun.

Ekki gleyma að taka kall þess spilara sem hækkar um pottinn inn í pottupphæðina (liður 3).


Dæmi um Texas Holdem 50kr/100kr, pot limit:

Sjá textaútskýringu neðar.

http://alltumpoker.com/wp-content/uploads/2011/05/Picture-31-88x117.png 88w, http://alltumpoker.com/wp-content/uploads/2011/05/Picture-31-226x300.png 226w" sizes="(max-width: 504px) 100vw, 504px" />

Upphafspotturinn er 400kr frá fyrri umferð. Spilari A veðjar 100 kr. og spilari B hækkar um pottinn og setur út 700 kr.

Lítum nánar á upphæð spilara B:

 • Upphafspottur: 400 kr. (liður 1).
 • Hækkun spilara A: 100 kr. (liður 2).
 • Kall spilara B: 100 kr. (liður 3).
 • Samtals gerir potturinn 600 kr. og þar sem hann tilkynnti hækkun um pottinn þarf hann því að leggja út 600 kr. + 100 kr. = 700 kr.
Hafa skal í huga að í hverri veðmálsumferð er upphafspotturinn ávallt sá sami og reikna þarf kall þess sem hækkar um pottinn inn í þá upphæð sem telst vera potturinn, samaber lið 3.

 

Spilari C kallar og leggur út 700kr

Hvað ef spilari D tilkynnir einnig hækkun um pottinn? Hvað þarf hann að leggja út?

 • Upphafspottur: 400kr (liður 1)
 • Hækkun spilara A: 100kr (liður 2)
 • Hækkun spilara B: 700kr (liður 2)
 • Kall spilara C: 700kr (liður 2)
 • Kall spilara D: 700kr (liður 3)
 • Nú er hægt að telja saman pottinn, 400+100+700+700+700 = 2600kr

Spilari D  þarf því að leggja út 3300kr (700kr fyrir að kalla og 2600kr vegna potthækkunar).

Fixed Limit (föst hækkun)

Í þessu formi veðmálstakmarkanna er ákveðin föst hækkun. Spilari getur getur því ekki ákveðið þá upphæð sem hann vill veðja, einungis hvort hann vilji veðja, athuga (check) eða pakka (fold).

Til að gefa spilurum færi á að blekkja eða verja sína hönd er upphæðin yfirleitt tvöfölduð í seinni veðmálsumferðum.

Dæmi um Texas Holdem fixed  limit 20kr/40kr:

Upphæð hverrar hækkunar er bundin við 20kr í veðmálsumferðum 1 og 2 en hækka svo upp í 4okr í veðmálsumferðum 3 og 4.

Athugið að þessar upphæðir eiga við hverja hækkun hvers spilara en ekki heildarveðmál veðmála. Þannig getur spilari A hækkað um 20, spilari B endurhækkað um 20  (lagt út 40) og spilari C endurhækkað aftur um 20 (lagt út 60) og þar með er upphæðin komin í 60 sem spilari D þarf að leggja út vilji hann vera með.

Spread Limit (dreifð takmörk)

Þetta form gerir spilurum kleift að hækka um upphæð milli tveggja takmarkanna.

Dæmi um Texas Holdem Spread limit 100kr til 500kr:

 • Spilari má tilkynna hækkun á bilinu 100kr til 500kr.
 • Yfirleitt hækkar hámarkið í loka veðmálsumferð (5. borðspil – river).
 • Sem dæmi gæti takmörkunin kallast 100kr til 500kr, 1.000kr í lokin.
 • Þannig mætti spilari veðja á bilinu 1-5 í veðmálsumferðum eitt til þrjú en svo á bilinu 100kr til 1.000kr í lokaumferðinni (5. borðspil – river).

Cap Limit (fast hámark)

Þegar spilað er með fast hámark er ákveðið hámarks heildarveðmál umferðar. Spilað er með sama hætti og no limit fyrir utan að spilari getur einungis veðjað að fyrirfram ákveðnu hámarki í hverri veðmálsumferð. Þegar spilari tilkynnir að hann sé allur inn jafngildir það hámarkinu.

Dæmi um Texas Holdem Cap limit 100kr/200kr, 6.000kr cap limit

 • Spilari A veðjar 200kr
 • Spilari B hækkar í 1.000kr
 • Spilari C tilkynnir hámarkshækkun (6.000kr)
 • Allir spilarar pakka aftur til A

Spilarar A og B geta kallað 6.000kr veðmál C (og bætt við 5.800kr og 50.k00r). Þar með væru öllum veðmálum í þessari veðmálsumferð lokið og spilarar gætu sýnt spil sín.