Um vefinn

Markmið

Vera upplýsandi og fræðandi varðandi allt um póker. Allt frá því að kenna leikinn: undirstöðuatriði í spilamennsku og reglum, upp í að fræða um pókerspilun á netinu og hvernig megi hafa atvinnu af því að spila póker.
Um er að ræða langtímamarkmið og því safnast efni jafnt og þétt inn á vefinn með ábendingum frá notendum.

Hverjir stofnuðu vefinn

Upphafsmenn vefsins eru Elvar & Logi sem hafa spilað póker í heimahúsum mörg ár með félögunum og flokkast sem áhugamenn.

Af hverju

2010 setti Elvar af stað pókerklúbb fyrir félagana og í kjölfarið var sett upp heimasíða sem þjónaði félagsstarfinu. Þar byrjuðum við að safna saman efni um póker og í kjölfarið ákváðum við að hafa það frekar á sér síðu í staðinn fyrir að blanda því saman við félagsstarfið. Úr varð þessi heimasíða sem við vonum að geti þjónað öllum sem vilja vita meira um póker eða pókertengt efni hér á landi.

Nafnið

Okkur fannst mjög lýsandi að vefurinn vísaði í að hér væri að finna allt um póker…eða næstum því þar sem það er seint hægt að vera með tæmandi lista af öllu sem póker býður uppá.